Slysa- og bráðamóttaka

Slysa- og bráðamóttaka

Slysa- og bráðamóttaka HSS er opin allan sólarhringinn og tekur á móti öllum sjúklingum sem eru slasaðir og einnig þeim sem eru veikir og treysta sér ekki til að bíða eftir næsta lausa tíma hjá lækni.

Það eru ávallt tveir hjúkrunarfræðingar á vakt á mill 8 og 23.30 sem taka á móti öllum sjúklingum, meta ástand þeirra, framkvæma ýmsar rannsóknir og kalla til viðeigandi lækni eftir þörfum. Á hverjum tíma eru tveir læknar á vakt.

Deildarstjórar slysa- og bráðamóttöku eru Íris Kristjánsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Stefnuyfirlýsing slysa- og bráðamóttöku HSS

Á slysa- og bráðamóttöku HSS er tekið á móti bráðveikum og slösuðum Suðurnesjabúum allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þar er einnig tekið á móti endurkomum vegna slysa og aðgerða.

Stefnt er að því að veita ævinlega hraða og góða þjónustu.

Fagmennska, fumleysi, forgangsröðun

Síðast uppfært þriðjudagur, 29 október 2019 08:40