Slysa- og bráðamóttaka

Slysamóttaka

Slysa- og bráðamóttaka HSS tekur á móti öllum sjúklingum sem eru slasaðir og einnig þeim sem eru veikir og treysta sér ekki til að bíða eftir næsta lausa tíma eftir lækni.

Það eru ávallt tveir hjúkrunarfræðingar á vakt á mill 8 og 23.30 sem taka á móti öllum sjúklingum, meta ástand þeirra, framkvæma ýmsar rannsóknir og kalla til viðeigandi lækni eftir þörfum. Á hverjum tíma er einn heilsugæslulæknir á vakt.  Eftir kl. 16 tekur vaktlæknaþjónustan við, en opið er allan sólarhringinn fyrir bráð veikindi og slys.

Bráðamóttaka
Við hlið slysamóttökunnar er móttaka bráðveikra einstaklinga sem koma með sjúkrabíl eða eru illa haldnir er þeir koma á heilsugæslustöðina. Hjúkrunarfræðingur tekur á móti þeim á milli klukkan 8:00 og 16:00 virka daga og kallar til þann lækni heilsugæslunnari sem sinnir bráðaþjónustu hverju sinni.

Deildarstjóri slysa- og bráðamóttöku er Íris Kristjánsdóttir.

Stefnuyfirlýsing slysa- og bráðamóttöku HSS

Á slysa- og bráðamóttöku HSS er tekið á móti bráðveikum og slösuðum Suðurnesjabúum allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þar er einnig tekið á móti endurkomum vegna slysa og aðgerða.

Stefnt er að því að veita ævinlega hraða og góða þjónustu.

Fagmennska, fumleysi, forgangsröðun

Síðast uppfært mánudagur, 25 Maí 2015 13:21