Inga Huld Hermóðsdóttir, sálfræðingur

Inga Huld er teymisstjóri í Forvarnar- og meðferðarteymi barna (FMTB) hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar veitir hún einstaklings- og hópmeðferð barna og fullorðinna við ýmsum sálrænum kvillum.

Inga lauk BA prófi í sálfræði frá Háskólanum á Íslandi árið 1999 og lauk embættisprófi í sálfræði, Cand. Psych. prófi frá Háskóla Íslands árið 2003. Í júní 2013 lauk Inga tveggja ára sérhæfðu námi í Hugrænni atferlismeðferð hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í samstarfi við Oxford Cognitive Therapy Center.

Inga starfaði hjá Miðgarði, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness þar sem hún vann með börnum á öllum aldri, foreldrum þeirra og kennurum. Helstu verkefni hennar í Miðgarði var að koma að greiningum barna, veita ráðgjöf til foreldra/forráðamanna, kennara og veita úrræði í kjölfar greininga.

Jafnframt hefur Inga starfað hjá Sálfræðiráðgjöfinni. Þar hefur hún unnið með einstaklinga á öllum aldri sem glíma við kvíða, depurð, fælni og samskiptaerfiðleika.

Síðast uppfært mánudagur, 25 Maí 2015 12:28
Fleira í þessu flokki: « Maí 2013 2006 »