Hrund Teitsdóttir, sálfræðingur

Hrund Teitsdóttir

er sálfræðingur í geðteymi HSS.

Hrund lauk BA prófi í Sálfræði árið 2008 frá Háskóla Íslands og embættisprófi í sálfræði (cand.psych.) frá Háskólanum í Árósum 2011. Lokaverkefni hennar var um hvernig samverustundir með maka hafa áhrif á ánægju í ástarsamböndum. Hrund hefur meðal annars haldið fyrirlestra um ánægju í nánum samböndum og um hugræna atferlismeðferð á Reykjalundi og á geðsviði Landspítalans. Hrund starfaði sem ráðgjafi á geðsviði Landspítalans síðastliðin 11 ár, bæði á langlegudeild og bráðamóttökudeild þar sem hún öðlaðist mikla klíníska reynslu. Í því starfi vann hún með skjólstæðinga með langvarandi geðraskanir ásamt því að vinna með bráð andleg veikindi. Hún hefur meðal annars unnið við að sinna skjólstæðingum með geðklofa, geðhvörf, þunglyndi, kvíðaraskanir og persónuleikaraskanir. Í starfi sínu tók hún þátt í þverfaglegri klínískri vinnu sem fólst aðallega í að að veita skjólstæðingum andlegan stuðning og aðstoða þá við að koma sér aftur út í lífið.

Hrund sinnir einstaklingsmeðferð fullorðinna við ýmsum sálrænum kvillum.

Síðast uppfært mánudagur, 25 Maí 2015 12:28