Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir, fjölskyldumeðferðarfræðingur

Rakel Rán

Rakel Rán er fjölskyldumeðferðarfræðingur í Forvarnar- og meðferðarteymi barna á HSS.  Hún sinnir einstaklingsmeðferð fyrir verðandi og nýbakaðar mæður auk þess að veita para- og fjölskyldumeðferð.

Rakel útskrifaðist árið 2012 með MA í fjölskyldumeðferð frá Háskóla Íslands.  

Frá árinu 2006 hefur Rakel að mestu starfað á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Fyrst sem ráðgjafi við áfengis- og vímuefnameðferð á Teigi og síðar sem ráðgjafi á dagdeild átraskana. Rakel Rán hóf störf í átröskunarteymi LSH árið 2007, rúmu ári eftir að göngu- og dagdeild átraskana var stofnuð.

Rakel starfar einnig sjálfstætt við einstaklings- og parameðferð á meðferðarstofu í Reykjavík. Í tengslum við þá vinnu hefur hún haldið ýmsa fyrirlestra og námskeið um áhrif uppeldis á heilaþroska og persónuleika. Einnig hefur hún haldið fjölda fyrirlestra um líkamsímynd og sjálfsmynd.

Síðast uppfært mánudagur, 25 Maí 2015 12:28
Fleira í þessu flokki: « 2009 Júní 2013 »