Hjúkrunarfræðingur á sjúkradeild

Við hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) viljum ráða hjúkrunarfræðinga í framtíðar- og afleysingarstörf á sjúkradeild. Um er ræða vaktavinnu þar sem unnið er á tví- og þrískiptum vöktum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Hjúkrunarstörf á sjúkradeild felast í hjúkrun hand- og lyflæknissjúklinga, hjúkrun aldraðra og endurhæfingu. Verkefnin eru mjög fjölbreytt og síbreytileg. Unnið er eftir skipulagi einstaklingshæfðrar hjúkrunar og mikil áhersla lögð á þverfaglega teymisvinnu. Stuttar boðleiðir og frábær starfsandi.

Hæfniskröfur
Hjúkrunarfræðingur með íslenskt hjúkrunarleyfi.
Faglegur metnaður.
Góð samskiptahæfni.
Sjálfstæði í vinnubrögðum.
Starfsreynsla er æskileg.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt á; www.hss.is undir „Laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 40-100%
Umsóknarfrestur er til og með 27. janúar 2014

Nánari upplýsingar veitir
Bryndís Sævarsdóttir í síma 422-0643 eða í gegnum netfangið bryndis@hss.is.

Síðast uppfært mánudagur, 25 Maí 2015 12:28
Fleira í þessu flokki: « Desember 2007 Nóvember 2007 »