Hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu HSS í Reykjanesbæ

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa á heilsugæslu HSS í 70% stöðu.

Helstu verkefni og ábyrgð
Felast í skólaheilsugæslu og í hjúkrunarmóttöku ásamt ung- og smábarnavernd. Helstu áherslur eru m.a. bólusetningar, fræðsla, heilsuefling, blóðþrýstingseftirlit, ferðamannabólusetningar, símaráðgjöf, sárameðferð og starfsmannaheilsuvernd. Viðkomandi verður að vera tilbúinn að vinna sjálfstætt og vera með áhuga á fjölbreyttu starfsumhverfi.

Hæfniskröfur
Hjúkrunarfræðingur með íslenskt hjúkrunarleyfi
Faglegur metnaður
Góð samskiptahæfni
Sjálfstæði í vinnubrögðum

Frekari upplýsingar um starfið
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt á; www.hss.is undir „Laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 70% 
Umsóknarfrestur er til og með 2. júní 2014.

Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg Steindórsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur heilsugæslu HSS í Reykjanesbæ í síma 422-0560 eða í gegnum netfangið ingibj@hss.is.

 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er reyklaus vinnustaður

-Umhyggja – Fagmennska – Virðing –

Síðast uppfært mánudagur, 25 Maí 2015 12:28
Fleira í þessu flokki: « Febrúar 2010 Janúar 2010 »