Óflokkað

Óflokkað (160)

Hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu HSS í Reykjanesbæ

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa á heilsugæslu HSS í 70% stöðu.

Helstu verkefni og ábyrgð
Felast í skólaheilsugæslu og í hjúkrunarmóttöku ásamt ung- og smábarnavernd. Helstu áherslur eru m.a. bólusetningar, fræðsla, heilsuefling, blóðþrýstingseftirlit, ferðamannabólusetningar, símaráðgjöf, sárameðferð og starfsmannaheilsuvernd. Viðkomandi verður að vera tilbúinn að vinna sjálfstætt og vera með áhuga á fjölbreyttu starfsumhverfi.

Hæfniskröfur
Hjúkrunarfræðingur með íslenskt hjúkrunarleyfi
Faglegur metnaður
Góð samskiptahæfni
Sjálfstæði í vinnubrögðum

Frekari upplýsingar um starfið
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt á; www.hss.is undir „Laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 70% 
Umsóknarfrestur er til og með 2. júní 2014.

Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg Steindórsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur heilsugæslu HSS í Reykjanesbæ í síma 422-0560 eða í gegnum netfangið ingibj@hss.is.

 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er reyklaus vinnustaður

-Umhyggja – Fagmennska – Virðing –

Ásmundur Gunnarsson, sálfræðingur

asmundurÁsmundur

er sálfræðingur í Forvarnar- og meðferðarteymi barna (FMTB) hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar veitir hann einstaklings- og hópmeðferð barna og unglinga við ýmsum sálrænum kvillum.

Ásmundur lauk BS prófi í sálfræði við Háskóla Íslands árið 2011 og embættisprófi í sálfræði (cand. psych.) við Háskóla Íslands árið 2014. Ásmundur starfar einnig á bráðageðdeild 32C við Landspítala, Hringbraut.

Hrefna Hrund Pétursdóttir

hrefna-hrund-gra-smallHrefna Hrund

er sálfræðingur í Forvarnar- og meðferðarteymi barna (FMTB) hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar veitir hún einstaklings- og hópmeðferð barna og fullorðinna við ýmsum sálrænum kvillum.


Hrefna lauk BA prófi í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2010 og lauk embættisprófi í sálfræði, Cand. Psych. prófi frá Háskóla Íslands árið 2012.


Hrefna starfar einnig hjá sálfræðiþjónustunni Parameðferð þar sem hún vinnur með pör og einstaklinga.

Slysa- og bráðalækningar

Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja starfar einn sérfræðingur í slysa- og bráðalækningum.

Benedikt Krisjánsson starfar á slysa- og bráðamóttöku og sinnir eftirfylgni á þeirri deild.

Tímabókanir í viðtöl og símatíma eru frá 08:00 - 16:00 alla virka daga í síma 422-0500.

Hjúkrunarfræðingur á sjúkradeild

Við hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) viljum ráða hjúkrunarfræðinga í framtíðar- og afleysingarstörf á sjúkradeild. Um er ræða vaktavinnu þar sem unnið er á tví- og þrískiptum vöktum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Hjúkrunarstörf á sjúkradeild felast í hjúkrun hand- og lyflæknissjúklinga, hjúkrun aldraðra og endurhæfingu. Verkefnin eru mjög fjölbreytt og síbreytileg. Unnið er eftir skipulagi einstaklingshæfðrar hjúkrunar og mikil áhersla lögð á þverfaglega teymisvinnu. Stuttar boðleiðir og frábær starfsandi.

Hæfniskröfur
Hjúkrunarfræðingur með íslenskt hjúkrunarleyfi.
Faglegur metnaður.
Góð samskiptahæfni.
Sjálfstæði í vinnubrögðum.
Starfsreynsla er æskileg.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt á; www.hss.is undir „Laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 40-100%
Umsóknarfrestur er til og með 27. janúar 2014

Nánari upplýsingar veitir
Bryndís Sævarsdóttir í síma 422-0643 eða í gegnum netfangið bryndis@hss.is.

Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir, fjölskyldumeðferðarfræðingur

Rakel Rán

Rakel Rán er fjölskyldumeðferðarfræðingur í Forvarnar- og meðferðarteymi barna á HSS.  Hún sinnir einstaklingsmeðferð fyrir verðandi og nýbakaðar mæður auk þess að veita para- og fjölskyldumeðferð.

Rakel útskrifaðist árið 2012 með MA í fjölskyldumeðferð frá Háskóla Íslands.  

Frá árinu 2006 hefur Rakel að mestu starfað á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Fyrst sem ráðgjafi við áfengis- og vímuefnameðferð á Teigi og síðar sem ráðgjafi á dagdeild átraskana. Rakel Rán hóf störf í átröskunarteymi LSH árið 2007, rúmu ári eftir að göngu- og dagdeild átraskana var stofnuð.

Rakel starfar einnig sjálfstætt við einstaklings- og parameðferð á meðferðarstofu í Reykjavík. Í tengslum við þá vinnu hefur hún haldið ýmsa fyrirlestra og námskeið um áhrif uppeldis á heilaþroska og persónuleika. Einnig hefur hún haldið fjölda fyrirlestra um líkamsímynd og sjálfsmynd.

Inga Huld Hermóðsdóttir, sálfræðingur

Inga Huld er teymisstjóri í Forvarnar- og meðferðarteymi barna (FMTB) hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar veitir hún einstaklings- og hópmeðferð barna og fullorðinna við ýmsum sálrænum kvillum.

Inga lauk BA prófi í sálfræði frá Háskólanum á Íslandi árið 1999 og lauk embættisprófi í sálfræði, Cand. Psych. prófi frá Háskóla Íslands árið 2003. Í júní 2013 lauk Inga tveggja ára sérhæfðu námi í Hugrænni atferlismeðferð hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í samstarfi við Oxford Cognitive Therapy Center.

Inga starfaði hjá Miðgarði, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness þar sem hún vann með börnum á öllum aldri, foreldrum þeirra og kennurum. Helstu verkefni hennar í Miðgarði var að koma að greiningum barna, veita ráðgjöf til foreldra/forráðamanna, kennara og veita úrræði í kjölfar greininga.

Jafnframt hefur Inga starfað hjá Sálfræðiráðgjöfinni. Þar hefur hún unnið með einstaklinga á öllum aldri sem glíma við kvíða, depurð, fælni og samskiptaerfiðleika.

Subscribe to this RSS feed