Hjúkrunarráð

Þriðjudaginn 3. mars 2009 var stofnað Hjúkrunarráð við HSS.

Í stjórn hjúkrunarráðs HSS eru: Steina Þórey Ragnarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur á Ljósmæðravakt (formaður), Katrín Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á D-deild, Vigdís Elísdóttir, hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun og Guðný Birna Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á slysa- og bráðamótttöku og D-deild. Hægt er að senda tölvupóst á hjúkrunarráð í heild sinni á eftirfarandi tölvupóstfang: hjukrunarrad@hss.is.

Hlutverk hjúkrunarráðs er að vera faglegur ráðgefandi vettvangur fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður HSS og stjórnendur hennar. Hjúkrunarráð á frumkvæði að og er vettvangur umræðna um hjúkrun innan stofnunar og utan. Hjúkrunarráð hvetur til þess að hjúkrun á HSS sé byggð á gagnreyndri þekkingu þar sem markmiðið er að veita árangursríka hjúkrun. Hjúkrunarráð er til ráðuneytis varðandi fagleg málefni hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, svo og rekstur, stjórnun, uppbyggingu og nýtingu stofnunarinnar.

hjukrunarrad-2014

Síðast uppfært mánudagur, 25 Maí 2015 12:28
Fleira í þessu flokki: « Maí 2012 Apríl 2012 »