Óflokkað

Óflokkað (166)

Endurnýjun lyfseðla með tölvupósti

Skjólstæðingar heilsugæslu HSS geta óskað eftir endurnýjun lyfseðla með tölvupósti til Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hér er átt við lyf sem fólk hefur áður fengið skrifað upp á hjá HSS.

Sendið upplýsingar um nafnkennitölusímanúmerheiti lyfsskammtastærðástæðu lyfjatöku með tölvupósti á el@hss.is. Lyfseðlar eru sendir í lyfseðlagátt og hægt að nálgast þá í hvaða apóteki sem er á landinu.

Reynt er að afgreiða beiðnir sem fyrst, en fólk er engu að síður hvatt til þess að sýna fyrirhyggju og óska eftir endurnýjun í tíma.

Svefnlyf, sterk verkjalyf, róandi lyf, Ritalin (og skyld lyf) og sýkingalyf eru EKKI afgreidd á þennan hátt.

Einnig er mögulegt að endurnýja lyfseðla með því að fylla út umsókn hér á vefnum eða hafa samband við hjúkrunarfræðing í síma.

Hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu HSS í Reykjanesbæ

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa á heilsugæslu HSS í 70% stöðu.

Helstu verkefni og ábyrgð
Felast í skólaheilsugæslu og í hjúkrunarmóttöku ásamt ung- og smábarnavernd. Helstu áherslur eru m.a. bólusetningar, fræðsla, heilsuefling, blóðþrýstingseftirlit, ferðamannabólusetningar, símaráðgjöf, sárameðferð og starfsmannaheilsuvernd. Viðkomandi verður að vera tilbúinn að vinna sjálfstætt og vera með áhuga á fjölbreyttu starfsumhverfi.

Hæfniskröfur
Hjúkrunarfræðingur með íslenskt hjúkrunarleyfi
Faglegur metnaður
Góð samskiptahæfni
Sjálfstæði í vinnubrögðum

Frekari upplýsingar um starfið
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt á; www.hss.is undir „Laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 70% 
Umsóknarfrestur er til og með 2. júní 2014.

Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg Steindórsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur heilsugæslu HSS í Reykjanesbæ í síma 422-0560 eða í gegnum netfangið ingibj@hss.is.

 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er reyklaus vinnustaður

-Umhyggja – Fagmennska – Virðing –

Ásmundur Gunnarsson, sálfræðingur

asmundurÁsmundur

er sálfræðingur í Forvarnar- og meðferðarteymi barna (FMTB) hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar veitir hann einstaklings- og hópmeðferð barna og unglinga við ýmsum sálrænum kvillum.

Ásmundur lauk BS prófi í sálfræði við Háskóla Íslands árið 2011 og embættisprófi í sálfræði (cand. psych.) við Háskóla Íslands árið 2014. Ásmundur starfar einnig á bráðageðdeild 32C við Landspítala, Hringbraut.

Hrefna Hrund Pétursdóttir

hrefna-hrund-gra-smallHrefna Hrund

er sálfræðingur í Forvarnar- og meðferðarteymi barna (FMTB) hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar veitir hún einstaklings- og hópmeðferð barna og fullorðinna við ýmsum sálrænum kvillum.


Hrefna lauk BA prófi í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2010 og lauk embættisprófi í sálfræði, Cand. Psych. prófi frá Háskóla Íslands árið 2012.


Hrefna starfar einnig hjá sálfræðiþjónustunni Parameðferð þar sem hún vinnur með pör og einstaklinga.

Slysa- og bráðalækningar

Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja starfar einn sérfræðingur í slysa- og bráðalækningum.

Benedikt Krisjánsson starfar á slysa- og bráðamóttöku og sinnir eftirfylgni á þeirri deild.

Tímabókanir í viðtöl og símatíma eru frá 08:00 - 16:00 alla virka daga í síma 422-0500.

Hjúkrunarfræðingur á sjúkradeild

Við hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) viljum ráða hjúkrunarfræðinga í framtíðar- og afleysingarstörf á sjúkradeild. Um er ræða vaktavinnu þar sem unnið er á tví- og þrískiptum vöktum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Hjúkrunarstörf á sjúkradeild felast í hjúkrun hand- og lyflæknissjúklinga, hjúkrun aldraðra og endurhæfingu. Verkefnin eru mjög fjölbreytt og síbreytileg. Unnið er eftir skipulagi einstaklingshæfðrar hjúkrunar og mikil áhersla lögð á þverfaglega teymisvinnu. Stuttar boðleiðir og frábær starfsandi.

Hæfniskröfur
Hjúkrunarfræðingur með íslenskt hjúkrunarleyfi.
Faglegur metnaður.
Góð samskiptahæfni.
Sjálfstæði í vinnubrögðum.
Starfsreynsla er æskileg.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt á; www.hss.is undir „Laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 40-100%
Umsóknarfrestur er til og með 27. janúar 2014

Nánari upplýsingar veitir
Bryndís Sævarsdóttir í síma 422-0643 eða í gegnum netfangið bryndis@hss.is.

Rannveig Sigurðardóttir, geðhjúkrunarfræðingur

Rannveig Sigurðardóttir

er geðhjúkrunarfræðingur við geðteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Hún útskrifaðist úr hjúkrunarfræðideild árið 1989 og er einnig með framhaldsnám í geðhjúkrun.  Hún vann á krabbameinslækningadeild LSH og nýburagjörgæslu LSH.  Síðustu árin hefur hún starfað við geðendurhæfingu, á geðsviði Reykjalundar og sem aðstoðardeildarstjóri á Kleppi.

Subscribe to this RSS feed