Aðalskrifstofa

Fjármálastjóri er Elís Reynarsson

Skrifstofa fjárreiðna og upplýsinga:

 • stýrir fjármálum HSS
 • veitir upplýsingar um starfsemi og rekstur stofnunarinnar í samræmi við þarfir um virka upplýsingagjöf

Hlutverk skrifstofu fjárreiðna og upplýsinga:

Gerð rekstraráætlana, fjárstýring, umsjón m. fjárlagatillögum, frávikagreining, kostnaðargreining, rekstrareftirlit, útgáfa stjórnunarupplýsinga

 • Mannauðsstjórnun - starfsmannamál
 • Launavinnsla 
 • Bókfærsla 
 • Greiðslur 
 • Reikningagerð - tekjubókhald 
 • Innheimta reikninga 
 • Innkaup

 

Skrifstofa fjárreiðna og upplýsinga leggur áherslu á að:

 • framkvæmdastjórn HSS fái tímanlega hagnýtar og áreiðanlegar upplýsingar um rekstur og starfsemi stofnunarinnar, sem þörf er á hverju sinni 
 • stjórnendur HSS fái reglulega upplýsingar vegna þeirrar faglegu og rekstrarlegu ábyrgðar sem þeir bera á sínum stjórnunareiningum, sem og ráðgjöf v/samanburðar, eftirlits o.þ.h. 
 • starfsmenn fái upplýsingar um réttindi sín og skyldur og að treysta megi því, að fyrir liggi áreiðanlegar upplýsingar um ferli skráningar - allt frá gerð ráðningarsamnings til starfsloka. 
 • samstarf við opinberra aðila, s.s. ráðuneyti heilbrigðismála og fjármála hvað varðar áætlanagerð, árangursstjórnun og skil hagnýtra (staðlaðra) upplýsinga vegna fjármögnunar og samanburðargreiningar og Ríkisendurskoðun hvað varðar endurskoðun og aðra upplýsingagjöf til samanburðar og ennfremur aðrar stofnanir til samanburðar o.fl. 
 • samstarf við lánardrottna með samningagerð um skilmála sem staðið er við 
 • að sinna skyldu sinni við viðskiptavini / almenning með góðri fjármálastjórn sem leiðir til betri þjónustu
Síðast uppfært þriðjudagur, 20 nóvember 2018 15:05