Læknavakt

Uncategorised

Læknavaktin á HSS

Læknavakt heilsugæslulækna á HSS er á eftirfarandi tímum:

Virkir dagar:
Kl. 16:00 - 20:00

Helgar og helgidagar:
kl. 10:00 - 13:00 og 17:00 - 19:00


Vinsamlegast athugið:

Eftirfarandi lyf eru ekki afgreidd á læknavaktinni:

- Contalgin 
- Oxycodone (OxyContin, OxyNorm, Targin)
- Ketogan 
- Mogadon 
- Strattera 
- Methylphenidate (Concerta, Ritalin)
- Rivotril 
- Stesolid 
- Risolid

Eftirfarandi vottorð eru hvorki afgreidd á læknavakt né í hraðmóttökutímum á dagvinnutíma:

- Örorkubótavottorð
- Örorkulífeyrisvottorð
- Endurhæfingalífeyrisvottorð
- Vottorð vegna umsóknar í VIRK

 • Skrifað af Kerfisstjóri
 • Flokkur: Uncategorised
 • Skoðað: 4706
 • logo litid
  Heilsugæslan í Reykjanesbæ

  Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ 
  Sími: 422-0500 Fax: 421-2400
 • Opnunartímar
 • logo litid
  Heilsugæslan í Grindavík

  Víkurbraut 62, 240 Grindavík 
  Sími: 422-0750 Fax:426-7650 
  Opnunartímar
 • logo litid
  Heilsugæsla Vogar

  Víkurbraut 62, 190 Vogar
  Sími: 422-0500 | Fax: 421-2400
  Opnunartímar
 • Skrifað af Kerfisstjóri
 • Flokkur: Uncategorised
 • Skoðað: 140

Vefbókanir í boði í gegnum Veru

veraOpnað hefur verið fyrir möguleika á því að skjólstæðingar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja geti bókað tíma hjá heilsugæslulæknum HSS með rafrænum hætti í gegnum heilsuvefinn Veru á slóðinni www.heilsuvera.is.

Fyrst um sinn verður takmarkaður fjöldi tíma í boði, jafnan um 5 til 10 tímar á viku, en þeim mun fjölga eftir því sem eftirspurn eykst. Vera er örugg samskiptagátt sem þróuð er af TM-Software, í samstarfi við Embætti landlæknis og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Til að komast inn á sitt heimasvæði á heilsuvera.is þurfa skjólstæðingar að hafa rafræn skilríki, en þar er meðal annars mögulegt að bóka tíma, óska eftir endurnýjun á lyfseðli, skoða óútleysta lyfseðla og lyfseðla sem viðkomandi hefur leyst út síðustu þrjú ár ásamt því að skoða helstu atriði úr eigin sjúkraskrá, t.d. bólusetningar. Einnig hafa foreldrar aðgang að gögnum barna sinna allt að 15 ára aldri.

Heilsuvera.is fór í loftið á síðasta ári og var á dögunum valinn besti íslenski vefurinn árið 2014.

 • Skrifað af Vefumsjón
 • Flokkur: Uncategorised
 • Skoðað: 184

Starfsemi hefst að nýju á skurðdeild HSS

skurdstofur

Starfsemi hefst að nýju á skurðdeild HSS á morgun, föstudaginn 22. maí.

Stofnunin hefur gert samning við fyrirtækið Gravitas, sem Auðun Sigurðsson skurðlæknir rekur, en Auðun hefur sérhæft sig í aðgerðum vegna yfirþyngdar.

Samningur HSS og Gravitas er tímabundinn og nær til loka september á þessu ári. Gravitas leggur til starfsfólk á sjálfa skurðstofuna, en HSS til annarra verka, m.a. í móttöku, skráningu, vöknun, sótthreinsun o.fl.

Að undanförnu hefur starfsfólk okkar unnið að undirbúningi þessarar starfsemi og öll aðstaða, tæki og búnaður hefur verið yfirfarin. Það er sérstök ástæða til að þakka öllum þeim sem að því hafa komið fyrir velvild og áhuga og góða vinnu.

Það er ánægjulegt að sú aðstaða sem HSS hefur til skurðstarfsemi skuli nú vera tilbúinn til notkunar að nýju. Við væntum þess að framhald verði á starfsemi á skurðstofum HSS og þessi samningur verði grunnur að enn frekari starfsemi þar.

Við bjóðum Auðun og samstarfsfólk hans velkomið og væntum góðs samstarfs við alla sem að þessu verkefni koma.

Halldór Jónsson
Forstjóri HSS

 

 • Skrifað af Vefumsjón
 • Flokkur: Uncategorised
 • Skoðað: 142

Gaf HSS fóta- og handsnyrtitæki

gjof mai15Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fékk á dögunum góða gjöf frá Bryndísi Erlu Eggertsdóttur sem gaf hjúkrunarmóttöku HSS fóta og handsnyrtitæki.

Tækið nýtist í margvíslegum tilgangi fyrir skjólstæðinga með húð og naglavandamál og kann starfsfólk hjúkrunarmóttökunnar og forsvarsfólk HSS Bryndísi Erlu góðar þakkir fyrir gjöfina góðu.

Mynd: Starfsfólk hjúkrunarmóttöku með gjöfina góðu.

 • Skrifað af Vefumsjón
 • Flokkur: Uncategorised
 • Skoðað: 190