Endurnýjun lyfseðla með tölvupósti

  • Published in Uncategorised

Skjólstæðingar heilsugæslu HSS geta óskað eftir endurnýjun lyfseðla með tölvupósti til Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hér er átt við lyf sem fólk hefur áður fengið skrifað upp á hjá HSS.

Sendið upplýsingar um nafnkennitölusímanúmerheiti lyfsskammtastærðástæðu lyfjatöku með tölvupósti á el@hss.is. Lyfseðlar eru sendir í lyfseðlagátt og hægt að nálgast þá í hvaða apóteki sem er á landinu.

Reynt er að afgreiða beiðnir sem fyrst, en fólk er engu að síður hvatt til þess að sýna fyrirhyggju og óska eftir endurnýjun í tíma.

Svefnlyf, sterk verkjalyf, róandi lyf, Ritalin (og skyld lyf) og sýkingalyf eru EKKI afgreidd á þennan hátt.

Einnig er mögulegt að endurnýja lyfseðla með því að fylla út umsókn hér á vefnum eða hafa samband við hjúkrunarfræðing í síma.