Mötuneyti

Hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru rekin tvö eldhús. Annað er staðsett á sjúkrahúsi/heilsugæslu í Reykjanesbæ og hitt á hjúkrunardeildinni Víðihlíð í Grindavík. Á báðum stöðum er framleiddur matur fyrir sjúklinga, heimilismenn, aðstandendur og starfsfólk.

Yfirmaður eldhúss í Reykjanesbæ er Sigríður Magnúsdóttir.

Matsalur í HSS Reykjanesbæ er opinn frá kl. 8:00 - 15:00. Þar er hægt að kaupa brauðmeti, mjólkurvörur, ávexti og bollasúpur.

Aðstandendum og gestum stendur til boða að kaupa mat í matsal starfsfólks, eftir sérstakri gjaldskrá.

Eldhús HSS í Keflavík afgreiðir um 180 máltíðir hvern virkan dag, morgunverð, hádegisverð, síðdegiskaffi, kvöldverð og kvöldkaffi. Almennt fæði  til sjúklinga er um 80% og sérfæði og fæði með breyttri áferð um 20%.

Markmið eldhúss HSS er að verða við væntingum, þörfum  og óskum sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks með tilliti til kostnaðar, næringar, gæða og öryggis fæðunnar.


alt
Að störfum við eldhús og býtibúr HSS eru meðal annars matreiðslumaður með rekstrarþekkingu,  matreiðslumeistari og ófaglært starfsfólk.  Þá er og næringarfræðingur starfandi við stofnunina.

Eldhúsið í Víðihlíð sér um matseld fyrir þá 25 heimilismenn sem þar dvelja auk starfsfólks.

Síðast uppfært mánudagur, 25 Maí 2015 13:21
Fleira í þessu flokki: « Innkaup Aðalskrifstofa »