Tölvudeild

Tölvudeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er staðsett á 4. hæð í aðalbyggingu.

Forstöðumaður tölvudeildar er Agnar Guðmundsson

Tilgangur deildarinnar er að annast allan rekstur og viðhald á tölvukerfi HSS.   Tölvudeildin sér um öll samskipti við notendur, sér um innviði tölvukerfisins og ber ábyrgð á að allir miðlarar og hugbúnaður séu í viðunandi ásigkomulagi.  Tölvukerfið er hefðbundið með netþjónum og útstöðvum.  Netþjónarnir eru í afar öruggu kældu umhverfi og mikil áhersla lögð á öryggismál og almennt tölvuöryggi í notkun útstöðva.

Síðast uppfært mánudagur, 25 Maí 2015 13:21
Fleira í þessu flokki: « Læknaritarar Innkaup »