Starfsemi ung- og smábarnaverndar

altUngbarnaverndin er opin alla virka daga frá 08:00 - 16:00. Símaþjónusta og tímapantanir eru alla virka daga frá 08:00 - 16:00 í síma 422-0500.

Í ungbarnavernd starfa Guðrún Guðmundsdóttir ljósmóðir og IBCLC, Hulda Bjarnadóttir ljósmóðir, Inga Rebekka Árnadóttir og Margrét Jónsdóttir hjúkrunarfræðingar og Sigríður Jóna Jónsdóttir.   Deildarstjóri er Guðrún Guðmundsdóttir

Við ungbarnaeftirlitið starfa barnalæknarnir Sigurður Björnsson og Hörður Snævar Harðarson.


Markmið og áherslur
Markmið ungbarnaverndar er að fylgjast með vexti og þroska barnsins frá fæðingu til skólaaldurs. Foreldrum er veitt fræðsla og ráðgjöf um ýmis mál sem varða vöxt og þroska barna.

Áhersla er lögð á stuðning við fjölskylduna og að börnum séu búin sem best uppvaxtarskilyrði á hverjum tíma. Foreldrum nýfæddra barna er boðið upp á heimsóknir hjúkrunarfræðinga heim oftast fyrstu þrjú skiptin eftir fæðingu. Síðan sjá hjúkrunarfræðingar á heilsugæslunni og barnalæknar um reglubundið eftirlit og ónæmisaðgerðir. Ef vandamál s.s. vannæring skjóta upp kollinum eru börnin skoðuð oftar.

Minnum á 2 1/2 árs og 4 ára skoðanir barna, hægt er að panta tíma í síma 422-0500.

Skoðanir sem fara fram í Ung- og smábarnavernd.

 

 

Síðast uppfært mánudagur, 25 Maí 2015 12:28
Fleira í þessu flokki: « September 2011 Ágúst 2011 »