Heilsugæsla HSS í Grindavík

  • Published in Uncategorised

Yfirlæknir: Snorri Björnsson 
Yfirhjúkrunarfræðingur: Laufey Birgisdóttir
Sími: 422-0750
Fax: 426-7620

Almennt um Heilsugæslustöðina
Heilsugæslustöðin er staðsett á Víkurbraut 62 í Verslunarhúsinu á efri hæðinni.

Vaktsími heilsugæslulækna er 422-0750
Hægt er að panta símatíma á virkum dögum frá kl. 08:30-16:00.

Þjónusta stöðvarinnar
Á heilsugæslustöðinni er veitt eftirfarandi þjónusta:

Læknaþjónusta:
Heilsugæslulæknar veita alla almenna læknaþjónustu á heilsugæslu.
Læknaritari er Sigrún Jónsdóttir.

Sérfræðiþjónusta:
Barnalæknir: Sigurður Björnsson kemur hér alla fimmtudagsmorgna.
Augnlæknir: Jens Þórisson kemur hér mánaðarlega.
Kvensjúkdómalæknir: Konráð Lúðvíksson kemur hér einu sinni í mánuði.

Rannsóknir:
Blóðsýni eru tekin á þriðjudögum og föstudögum frá kl. 08:30 - 09:30.  Athugið:  Blóðþynning einungis á þriðjudögum.

Almenn hjúkrunarþjónusta:
Við heilsugæsluna starfa hjúkrunarfræðingar og ljósmóðir. Hjúkrunarfræðingar sinna almennri hjúkrunarþjónustu á stöðinni s.s. sáraskiptingum, blóðþrýstingsmælingum, ónæmisaðgerðum og lyfjagjöfum. Hjúkrunarfræðingar skipuleggja og annast ungbarnaeftirlit, skólaheilsugæslu og starfsmannaheilsuvernd í samvinnu við heilsugæslulækna. Einnig sinna hjúkrunarfræðingar margvíslegri fræðslu og ráðgjöf tengdri heilsuvernd. Ljósmóðir sinnir mæðravernd. 

Mæðraeftirlit:
Ljósmóðir/hjúkrunarfræðingur sér um reglubundið eftirlit með verðandi mæðrum og veitir þeim fræðslu og ráðgjöf. Námskeið fyrir verðandi foreldra eru haldin relgulega á vegum mæðraverndar HSS í Reykjanesbæ

Allar þungaðar konur búsettar í Grindavík eru velkomnar í mæðraeftirlit. Æskilegt er að konur komi í læknisskoðun 10 - 12 vikum eftir síðustu blæðingar.

Öllum þunguðum konum er boðin ómskoðun í 18 - 19 viku og 34 viku meðgöngu. Einnig ef þörf er á sérfræðiáliti lækna. Slíkar skoðanir eru framkvæmdar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Reykjanesbæ af sérfræðingum í fæðingar- og kvensjúkdómum. Konurnar eru í reglubundnu eftirliti allan meðgöngutímann hjá ljósmóður á Heilsugæslustöðinni í Grindavík. Eftirskoðun fer fram 6 - 8 vikum eftir fæðingu. 

Ungbarnaeftirlit:
Barnalæknir er Sigurður Björnsson, sem annast almenna ungbarnavernd.  Sigurður er hér á fimmtudögum frá kl. 08:00 - 12:00.

Í ungbarnaeftirliti er fylgst með vexti og þroska barna frá fæðingu til skóla aldurs og foreldrar fá fjölbreytta fræðslu og ráðgjöf. Hjúkrunarfræðingar vitja foreldra og barns fyrstu vikurnar eftir fæðingu. Þá eru skoðanir og ónæmisaðgerðir í ungbarnaeftirliti í samvinnu við heilsugæslulækna og barnalækni.

Heimahjúkrun:
Heimahjúkrun er á vegum Víðíhlíðar, hjúkrunarheimilisins í Grindavík.  Markmið heimahjúkrunar er að gera skjólstæðingum kleift að dveljast heima eins lengi og unnt er miðað við heilsufar og félagslegar aðstæður.

Heimahjúkrun er skipulögð í náinni samvinnu við skjólstæðinginn, aðstandendur hans og aðra þjónustuaðila. Hjúkrunarfræðingar koma í fyrstu vitjun og meta hjúkrunarþörfina.

Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar heimahjúkrunar annast síðan alla þá hjúkrun, líkamlega og andlega sem við á og hægt er að framkvæma við þær aðstæður sem heimilið og/eða annar aðbúnaður býður upp á.
Heimahjúkrun er veitt alla daga, kvöld- og helgarþjónusta er eftir þörfum, og mati heimahjúkrunar.

Símanúmerið í Víðihlíð er: 426-7600.

Skólaheilsugæsla:
Markmið skólaheilsugæslu er að stuðla að því að skólabörn fái að þroskast við þau bestu líkamlegu, andlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á.

Helstu verkefni hjúkrunarfræðinga innan grunnskóla eru:

  • Skipulag og framkvæmd reglubundinna heilsufarsathugana og ónæmisaðgerða í samvinnu við heilsugæslulækna
  • Almenn heilbrigðisfræðsla og ráðgjöf um heilsuvernd 
  • Stuðningur við börn með sértæk vandamál 
  • Smáslysaþjónusta 
  • Umsjón með lyfjagjöfum nemenda á skólatíma 
  • Eftirlit með aðbúnaði nemenda

Tveir grunnskólar eru innan svæðis heilsugæslunnar og heildarfjöldi nemenda er ca 450 börn.  Skólahjúkrunarfræðingur og deildarstjóri er Kolbrún Jóhannsdóttir.

Sjúkraþjálfun:
Sími: 426-7155, fax 426-7600

Sjúkraþjálfun Ingu Tirone er sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfun og hefur aðsetur hjá Heilsugæslu Grindavíkur.  Yfirsjúkraþjálfari er Inga Tirone.

Tannlæknir:
Sími: 426-7321
Opið alla virka daga frá kl. 08:00 - 17:00
Guðmundur L. Pálsson tannlæknir hefur aðstöðu í álmu Heilsugæslunnar og veitir alla almenna tannlæknaþjónustu s.s. tannfyllingar, krónu- og brúarsmíði, heilgóma- og partagerð. Verið velkomin.