Víðihlíð í Grindavík - hjúkrunardeild

Stefnuyfirlýsing Víðihlíðar

  • Víðihlíð - hjúkrunardeild er deild fyrir einstaklinga með fjölþættan heilsufarsvanda ásamt færnitapi sem þarfnast langtímahjúkrunar. Þjónustan er aðlöguð þörfum og aðstæðum hvers vistmanns fyrir sig og litið er á hvert mál sem einstakt. 
  • Vistmönnum er ævinlega sýnd virðing og hlýja.
  • Lögð er áhersla á að eiga gott samstarf við ættingja.
  • Markmiðið er  að veita vistmönnum framúrskarandi hjúkrunarþjónustu og tryggja öryggi þeirra í hvívetna.
  • Stefnt er að því að  Víðihlíð  sé eftirsóttur vinnustaður fyrir metnaðarfulla einstaklinga með menntun, reynslu og hæfni til að geta búið skjólstæðingnum áhyggjulaust ævikvöld.
  • Lögð er áhersla á að í Víðihlíð starfi eingöngu traust fólk sem sinni starfi sínu af heilindum og trúmennsku.