Ekki tekið við rafrænum umsóknum um endurnýjarnir lyfseðla fyrr en 6. september Prentvæn útgáfa
Fimmtudagur, 25. ágúst 2016 09:05

Athygli er vakin á því að vegna sumarleyfa verður ekki tekið við rafrænum umsóknum um endurnýjarnir lyfseðla á HSS frá 24. ágúst til og með 6. september.

Þeim sem þurfa á slíku að halda er bent á að hafa samband við HSS í síma 422-0500 til að bóka tíma hjá lækni eða mæta á læknavakt HSS sem er opin frá kl. 16:00 - 20:00 virka daga en um helgar kl. 10:00 - 13:00 og 17:00 - 19:00.

 
Staða yfirsálfræðings laus til umsóknar Prentvæn útgáfa
Miðvikudagur, 17. ágúst 2016 15:41

Laus er til umsóknar 100% staða yfirsálfræðings við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.  Um er að ræða nýja stöðu og spennandi tækifæri við mótun sálfræðiþjónustu á göngudeild fyrir börn og fullorðna.  

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

Yfirsálfræðingur er yfirmaður forvarnar- og meðferðarteymis barna og geðteymis fullorðinna á HSS.  Hann hefur umsjón með sálfræðiteymunum og þjónustu þeirra.  Hann ber ábyrgð á faglegri stjórnun og handleiðslu sálfræðinga í klínískri vinnu með börnum og fullorðnum.  Hann kemur að sálfræðilegri greiningu og meðferð skjólstæðinga.  Jafnframt sér hann um tiltekna þætti starfsmannaumsjónar. Hann ber ábyrgð á gæða- og verklagsstarfi, stefnumótun og framtíðarsýn varðandi þjónustu sálfræðinga.  Yfirsálfræðingur er tengiliður við samstarfsaðila þjónustunnar.

 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er kennslustofnun og því er æskilegt að yfirsálfræðingur geti komið að kennslu heilbrigðisstétta og handleiðslu sálfræðinema. 

 

Hæfniskröfur:

  • Skilyrði er að viðkomandi hafi fullgild réttindi til starfa sem sálfræðingur á Íslandi. 
  • Sérfræðiþekking er æskileg. 
  • Umsækjandi þarf að hafa góða þekkingu og víðtæka reynslu af greiningu geðraskana og gagnreyndum meðferðum. 
  • Lögð er áhersla á jákvætt viðhorf og áhuga á fjölbreyttum, krefjandi verkefnum. 
  • Lögð er áhersla á frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og framúrskarandi hæfileika á sviði samskipta og samvinnu.  
  • Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af þverfaglegri teymisvinnu, handleiðslu og stjórnun.  
  • Áhugi og geta til rannsóknarvinnu er kostur.

 

Frekari upplýsingar um starfið:

Um er ræða  framtíðarstarf og æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Sálfræðingafélags Íslands.

Sótt er um starfið rafrænt á: www.hss.is undir „Laus störf“. 

Umsóknarfrestur er til og með 5. september 2016.

Öllum umsóknum verður svarað.

Nánari upplýsingar veita:

Snorri Björnsson, yfirlæknir heilsugæslu í síma 422-0500 eða í gegnum netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Margrét Geirsdóttir, heimilislæknir og teymisstjóri geðteymis í síma 422-0500.

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Ertu ánægð/ur með vef HSS?
 
Hversu oft heimsækir þú vef HSS?
 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja | Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ | Kt: 511297-2819 |·S: 422-0500 Fax:421-2400 | www.hss.is | hss@hss.is