Kæru íbúar
Til að byrja með vil ég þakka ykkur ábendingar sem mér hafa borist vegna stefnumótunar stofnunarinnar, ábendingarnar eru mjög mikilvægar til að byggja á til framtíðar. Niðurstaða stefnumótunarinnar verður kynnt á afmæli stofnunarinnar í nóvember næst komandi.
Í tengslum við afmælisvikuna mun Brjóstamiðstöð Landspítala í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vera með brjóstaskimun í húsnæði heilsugæslunnar 20.-27. nóvember 2024. Í framhaldinu er stefnt er að því að bjóða árlega upp á skimun á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þetta er gert í ljósi þess að samkvæmt lýðheilsuvísum Embættis landlæknis sést að skimun fyrir brjóstakrabbameini hjá konum er marktækt lægri á Suðurnesjum en annars staðar á landinu.
Gerðar verða auglýsingar til að hvetja konur til skráningar og munu þær verða birtar nú í september.
Kveðja,
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri
422-0500
422-0750
1700
112