Endurnýjun lyfseðla

Auðveldast er að sækja um endurnýjun lyfseðla, eða skoða stöðu á lyfjaávísunum í lyfseðlagátt með því að fara inn á vefinn heilsuvera.is.

Sé lyfseðillinn útrunninn í heilsuveru er hægt að endurnýja með því að senda skilaboð á "mínar síður" og velja "fyrirspurnir um lyf" Gefa þarf upp fullt heiti á lyfi, styrkleika og þá skammta sem viðkomandi tekur inn. 

Skjólstæðingar heilsugæslu HSS geta einnig óskað eftir endurnýjun lyfseðla hjá hjúkrunarfræðingum í síma, hafi þeir ekki aðgang að heilsuveru. Hér er átt við lyf sem fólk hefur áður fengið skrifað upp á hjá HSS.

Athugið að ekki er tekið á móti beiðnum um endurnýjun í gegnum tölvupóst.

Endurnýjun lyfseðla hjá hjúkrunarfræðingum:

Skráið nafn og símanúmer á símalista í síma 422-0500 milli kl. 08:00 – 12:00 mánudaga til fimmtudaga.

Hringt er til baka við fyrsta tækifæri til að afgreiða útfyllingu lyfseðla. Lyfseðlar eru sendir til læknis sem sendir þá í lyfseðlagátt og hægt er að nálgast þá í hvaða apóteki sem er á landinu.

Reynt er að afgreiða beiðnir sem fyrst en fólk er engu að síður hvatt til þess að sýna fyrirhyggju og óska eftir endurnýjun í tíma.

Svefnlyf, sterk verkjalyf, róandi lyf, Ritalin (og skyld lyf) og sýkingalyf eru EKKI afgreidd á þennan hátt.