Sjúkraþjálfun
Sjúkaþjálfun fer fram alla virka daga frá klukkan 08:00-16:00
Sjúkraþjálfun sinnir að mestu legudeildum HSS og Víðihlíð í Grindavík. Einnig fer fram 1. stigs hjartaendurhæfing gegn tilvísun frá LSH í göngudeildarformi. Að auki hafa sjúkraþjálfarar sinnt göngudeildarþjónustu gegn framvísun beiðni um þjálfun frá lækni.
Helstu markmið sjúkraþjálfunar á HSS eru:
Að veita skjólstæðingum sjúkraþjálfunar viðeigandi þjálfun, fræðslu og ráðgjöf með það að markmiði að auka eða viðhalda líkamlegri, andlegri og félagslegri getu þeirra á meðan legu þeirra stendur yfir.
Að auka eða viðhalda færni og hreyfigetu skjólstæðinga okkar og auðvelda þeim að takast á við hið daglega líf er sjúkrahúsvist lýkur.
Veita starfsmönnum HSS fræðslu og ráðgjöf hvað varðar vinnuvistfræði.
Hvernig er hægt að panta tíma/viðtal:
Hafa samband við skiptiborð í síma
422-0500
422-0750
1700
112