Þolendur Kynferðisofbeldis

Leiðbeiningar og ráðleggingar fyrir þolendur kynferðisofbeldis
  • Hringið í 1700 utan dagvinnutíma til að fá samband við lækni/hjúkrunarfræðing á heilsugæslu
  • Hringið í 112 fyrir neyðartilfelli
  • Netspjall 112 er alltaf opið (Netspjall 112)
  • Hægt er að eiga nafnlaust netspjall ef ekki er óskað eftir neyðarþjónustu á staðinn

 

Hvert get ég leitað aðstoðar?
  • Sérstök neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis er opin allan sólarhringinn á Landspítala (Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítala)
  • Slysa- og bráðamóttaka HSS er opin allan sólarhringinn og þangað er hægt að leita til að fá aðstoð og ráðleggingar.
  • Hjálparsími 112 og vaktsími 1700 beina brotaþola til vakthafandi læknis/hjúkrunarfræðings á HSS sem aðstoðar við viðeigandi ráðstafanir hverju sinni

 

Reyndu að leita aðstoðar sem fyrst
  • Reyndu að leita aðstoðar sem fyrst. Það er best fyrir heilsu þína og mögulega rannsókn á brotinu
  • Fyrstu sólarhringarnir eftir brotið er mikilvægur tími varðandi lífsýnasöfnun ef ákveðið er að kæra brotið síðar
  • Gögn og lífssýnin er hægt að nota til að styðja mál fyrir dómi. Með lífsýnum er átt við þau efni úr fólki sem veitir líffræðilegar upplýsingar. Gögn af staðnum sem atburðurinn átti sér stað og upplýsingar frá vitum, ef vitni voru til staðar, eru einnig mikilvæg
  • Hæg er að leita á slysa- og bráðamóttöku HSS óháð tímalengd frá broti til að fá ráðgjöf, stuðning og fræðslu. Einnig vegna sýnatöku fyrir smitsjúkdómum, kynsjúkdómum, sýkingum eða þungun
  • Hægt er að fá tengingu við réttargæslumann sé þess óskað óháð tímalengd frá broti eða ákvörðun um kæru

 

Að takast á við áfall