Hjúkrunarmóttaka
Þjónusta hjúkrunarfræðinga á Heilsugæslu
Hægt er að fá símasamband við hjúkrunarfræðing sem kemur erindi þínu í farveg eða leiðbeinir þér með önnur úrræði
Reyndir hjúkrunarfræðingar veita ráðgjöf og upplýsingar um heilbrigðismál og starfsemi HSS. Hægt er að bóka símtal inn á Heilsuvera.is eða hringja í síma 422-0500 frá kl. 08:00 til 12:00 alla virka daga. Móttökuritari tekur niður nafn, kennitölu og símanúmer og haft er samband um leið og færi gefst.
Hjúkrunarfræðingar eru með móttöku alla virka daga frá kl. 8:00 til 16.00. Tímabókanir í hjúkrunarmóttöku á Heilsuveru.is eða í síma 422-0500 alla virka daga frá kl. 9:00 til 16:00
Hjúkrunarfræðingar sinnir erindum sem flokkast undir:
- Sárameðferð, húðmeðferð, vörtumeðferð og saumatökur
- Sprautugjafir, lyfjagjafir
- Ferðamannaheilsuvernd og bólusetningar vegna ferðalaga
- Aðrar bólusetningar, t.d. vegna inflúensu, lungnabólgu og hlaupabólu.
- Ákveðnar rannsóknir og mælingar, t.d. blóðþrýstingur, hjartalínurit, öndunarmælingar
- Eyrnaskol
- Ákveðnar sýnatökur, t.d. hálsstrok, þvagprufur og kynsjúkdóma rannsókn.
- Ráðgjöf, upplýsingar og fræðsla.
- Virk hlustun og andlegur stuðningur.
- Leiðbeiningar um heilbrigðiskerfið.
- Sjúkraliðar gera heyrnarpróf, hjartalínurit, öndunarpróf og minnispróf á völdum dögum. Vinsamlegast bókið í síma 422-0500.
Aðalnúmer
422-0500
Grindavík
422-0750
Vaktsími eftir lokun
1700
Neyðarnúmer
112