Jafnlaunavottun

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hlaut jafnlaunavottun í desember 2019 samkvæmt Jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012, í kjölfar úttektar skoðunarstofunnar BSI á Íslandi. Jafnlaunavottun hefur verið endurnýjuð frá 2023-2026.

Viðhaldsvottun hefur jafnframt farið fram með góðum árangri.

Það er stór og mikill áfangi fyrir HSS að fá staðfest að jafnlaunakerfi okkar samræmist kröfum staðalsins.

Jafnlaunakerfið tryggir að launaákvarðanir séu ávallt teknar óháð kyni og grundvelli þess að starf sé það sama eða jafnverðmætt. Kerfið byggir á verkferlum og skráningum, sem og gegnsæi í launaákvörðun.

Jafnlaunastefna HSS hefur einnig verið endurskoðuð og fengið samþykki Jafnréttisstofu. Hana er hægt að nálgast hér á heimasíðu HSS.

Jafnlaunakerfi er gæðakerfi sem er í stöðugu umbótaferli, launagreining er gerð reglulega þar sem farið er yfir öll þau frávik sem kunna að koma upp svo tryggt sé að ekki sé um mismunun að ræða.