Ljósmæðravakt

Bráðasími ljósmæðra: 422-0542

Ljósmæðravaktin er opin allan sólarhringinn allan ársins hring. Það er mikilvægt að konur hringi á undan sér og bóki skoðun.

Ljósmæður sinna mæðravernd alla virka daga frá 8-16.

Á fæðingarvaktinni er sólarhringsþjónusta.
Eftir fæðingu býðst foreldrum að dvelja á deildinni í allt að 36 klst. Eftir það er í boði að ljósmóðir sinni nýbökuðum foreldrum í heimahúsi fyrstu vikuna eftir fæðingu.
Í ákveðnum tilvikum geta mæður og börn útskrifast allt að 72 klst eftir fæðingu. Ákvörðun er alltaf tekin með hliðsjón af aðstæðum hverju sinni í samráði við móður og ljósmóður.


Vandamál á meðgöngu

Ljósmæður sinna meðgöngutengdum vandamálum. Við alvarlegri vandamál er konum sinnt í samráði við starfsfólk kvennadeildar Landspítala.


Hverjir geta fætt á Ljósmæðravakt HSS

Allar hraustar konur í meðgönguvikum 37-42 með eðlilega meðgöngu að baki og án alvarlegra áhættuþátta. Sjá nánar á ljósmóðir.is.


Vandamál við brjóstagjöf

Ef vandamál koma upp við brjóstagjöf er hægt að leita til ljósmóður beint í síma 422-0542.


Símaráðgjöf

Konur geta bókað símaráðgjöf á heilsuveru ef þær vilja panta tíma í mæðravernd eða fá ráðgjöf á meðgöngu.

Konur geta hringt beint í síma 422-0542 allan sólarhringinn ef erindið er brátt. Einnig ef konur hafa áhyggjur af minnkuðum fósturhreyfingum.

Hafa þarf samband ef fæðing er hafin, legvatnið farið að renna eða mikið blæðir frá leggöngum.


Leghálsskimun

Ljósmæður skima fyrir leghálskrabbameini. Þegar konur hafa fengið borðsbréf er hægt að bóka tíma í skimun á Heilsuveru eða síma 422-0500.