Stefna HSS til 2030

Stefna Heilbrigðisstofnar Suðurnesja til ársins 2030

Á 70 ára afmæli Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja þann 18. nóvember 2024 var kynnt stefna stofnunarinnar til ársins 2030.

Fjölmargir hafa komið að gerð stefnunnar og má þar nefna íbúa, skjólstæðinga, starfsfólk, stjórnendur, landlæknisembættið og bæjarstjórnendur á Suðurnesjum.

Hlutverk HSS er að  auka heilbrigði íbúa á Suðurnesjum.

Markmiðin eru fjögur. Almenn lýðheilsa sem vísar til lýðheilsuvísa embættis,  ánægja með HSS sem vísar til notenda þjónustunnar, viðurkennt kennslusjúkrahús sem  vísar til framtíðarþekkingar og síðast en ekki síst er markmið um öryggismenningu og stöðugar umbætur.

Gildi HSS eru mennska, myndugleiki og menning.   Mennska – þar er átt við samspil sjúklings og starfsfólks sem byggir á umhyggju fyrir skjólstæðingum og samstarfsfólki,   sýnum hvort öðru mennsku. Myndugleiki verður ekki til nema að hafa þekkingu, styrk og sýn, stofnunin sé traustsins verð og hefur ákveðinn trúverðugleika. Menning  það talar inn i 70 ára sögu stofnunarinnar það er ekki möguleiki að staðna tökum skref sem styrkja stofnunina og að hún verði þannig  til fyrirmyndar.

Framtíðarsýnin er að HSS verði heilbrigðisstofnun til fyrirmyndar.  

Í miðjunni er síðan HSS sem er vísar til Heilsu, Starfsfólks og  Skjólstæðinga

Stefnuáherslurnar eru  – Traust – Þjónusta -Starfsfólk – Sjálfbærni.

Allt vísar til samfélagslegrar ábyrgðar HSS


Stefna Heilbrigðisstofnar Suðurnesja til ársins 2030