Heilsueflandi móttökur

HSS býður upp á þrenns konar heilsueflandi móttökur fyrir einstaklinga sem skráðir eru á Heilsugæsluna. Í öllum móttökum eru þverfagleg teymi sem koma að meðferð einstaklings eftir atvikum. Hægt er að panta viðtal við hjúkrunarfræðina í öllum móttökunum í síma 4220500 eða senda fyrirspurn á heilsuveru. 

Sykursýkismóttaka

Það fer meðal annars fram:

  • Blóðprufur
  • Hjartalínurit
  • Ýmsar mælingar
  • Ráðleggingar
  • Læknisskoðanir
  • Hjúkrunarskoðanir
  • Eftirlit

Markmið heilsueflandi móttöku einstaklinga með sykursýki er m.a. að

Meðhöndla of háan blóðsykur

  • Koma í veg fyrir fylgikvilla sykursýki
  • Stuðningur við skjólstæðinga


Heilsuefling eldra fólks

Í Heilsuvernd eldra fólks starfar þverfaglegt teymi hjúkrunarfræðinga, heimilislæknis og næringarfræðings

Þjónustan er í boði fyrir alla 70 ára og eldri

Það sem er í boði í heilsuvernd eldra fólks er m.a.

  • Tekin heilsufarssaga
  • Mældur blóðþrýstingur
  • Mældur blóðsykur
  • Lyfjaeftirfylgni
  • Hreyfing metin
  • Næring metin
  • Metin þörf fyrir hjálpartæki
  • Metin hætta á beinþynningu
  • Metin þörf fyrir heimahjúkrun og aðstoðað við umsókn
  • Metin þörf fyrir annarri stoðþjónustu i samfélaginu

Tilgangur heilsuverndar eldra fólks er að:

  • Auðvelda aðgengi að heilbrigðisþjónustu
  • Styðja eldra fólk til að efla og viðhalda andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði.

Finna úrræði sem stuðla að því að fólk geti búið heima sem lengst.

Markmið heilsuverndar eldra fólks á HSS er:

  • Að vera tengiliður skjólstæðings við heilsugæsluna og aðrar stoðdeildir í samfélaginu.

Hægt er að hringja á HSS 422-0500 og panta símatíma í heilsuvernd eldra fólks og hjúkrunarfræðingur hringir til baka og bókar tíma.

 

Heilsuefling einstaklinga sem lifa við offitu

Það fer meðal annars fram:

  • Upplýsingaöflun um heilsufar og fjölskyldusögu
  • Ýmsar mælingar
  • Fræðsla um sjúkdóm, meðferð og bjargráð

Markmið heilsueflandi móttöku einstaklinga sem lifa við offitu er að:

  • Tryggja ef mögulegt er heilbrigð efnaskipti
  • Fyrirbyggja áhættuþætti og fylgisjúkdóma
  • Meðhöndla áhættuþætti og fylgisjúkdóma
  • Stöðva þyngdaraukningu