Geðteymi sálfélagsleg þjónusta

Þjónusta geðteyma Sálfélagslegrar þjónustu fer fram frá 8:00-16:00. 

Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru starfrækt þrjú teymi sem sinna sálfélagslegri þjónustu: Geðheilsuteymi, geðteymi fullorðinna og forvarnar- og meðferðarteymi barna, sem starfa eftir stefnu og aðgerðaáætlun stjórnvalda í geðheilbrigðismálum. Geðteymin þjónusta skjólstæðinga HSS og nær þjónustan til allra sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Þjónusta Forvarnar- og meðferðarteymis barna á HSS er fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri sem falla fyrir utan ramma þeirrar þjónustu sem skólasálfræðingar veita á Suðurnesjum. Áhersla er lögð á meðferð við þunglyndi, kvíða og áföllum þar sem vandinn er vægur til miðlungs alvarlegur. Eins er boðið upp á 1-3 ráðgefandi viðtöl við foreldra barna með hegðunarvanda. Tilgangur þeirra viðtala er fyrst og fremst að kortleggja vandann, veita almenna ráðgjöf og ef þörf er á vísa í viðeigandi úrræði ef vandi barns er talin fjölþættur eða langvarandi. 

Geðheilsuteymið er 2.línu þjónusta þar sem unnið er með geðvanda einstaklinga, 18. ára og eldri, út frá þverfaglegri aðkomu. Gert er ráð fyrir að þjónustan sé tímabundin.

 

Hvernig er hægt að panta tíma/viðtal?

Tilvísun þarf að berast frá fagfólki í heilbrigðis- eða velferðarþjónustu með lýsingu á vanda og grun um geðgreiningu. Tilvísanir frá heilbrigðisstarfsfólki skulu berast í gegnum sögukerfið. Mikilvægt er að tilvísun sé vel útfyllt svo hægt sé að taka afstöðu til hennar. Ófullnægjandi tilvísunum er vísað frá.


Fyrir frekari upplýsingar varðandi teymin má senda fyrirspurn á gedheilsuteymi@hss.is


Tilvísanir eru teknar fyrir á vikulegum teymisfundum. Gera má ráð fyrir að bið eftir meðferð séu um nokkrir mánuðir og allt upp í 10-11 mánuðir. Starfsfólk reynir þó að bregðast hratt við tilvísunum og kalla umsækjanda inn í matsviðtal innan tveggja vikna frá því að tilvísun barst. Í matsviðtali er farið yfir viðeigandi úrræði á biðtíma eftir einstaklingsmeðferð, bæði innan stofnunar sem utan.

Þjónusta teyma Sálfélagslegrar þjónustu er ekki langtíma úrræði fyrir alvarlegan geðrænan vanda. Teymunum er ekki ætlað að sinna bráðatilfellum. Ekki er unnið með félagslegan vanda, áfengisvanda, þroskaskerðingu og annan vanda sem krefst sérhæfðari þjónustu. Teymin sinna ekki greiningum á ADHD, einhverfu, greindarprófunum eða þroskamötum.

 

Sé þörf á bráðaþjónustu er bent á bráðamóttöku geðsviðs LSH.

Bráðaþjónusta göngudeild geðdeilda: sími 543-4050, opið virka daga 12-19 og helgar og hátíðir 13-17.  Vakthafandi læknir á geðdeild Landspítala: sími 543-1000