Heilsuvernd skólabarna
Heilsuvernd skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd og eru 11 grunnskólar í umsjá hennar.
Lögð er áhersla á fræðslu og heilsueflingu barnanna ásamt reglubundnu eftirliti með líkamlegri og andlegri heilsu þeirra. Hjúkrunarfræðingar í skólaheilsugæslu styðjast við leiðbeiningar um heilsuvernd grunnskólabarna
Helstu áherslur í heilsuvernd skólabarna eru:
- Fræðsla og heilsuefling
- Bólusetningar
- Skimarnir
- Viðtöl um heilsu og líðan
- Umsjón og eftirlit með umönnun langveikra barna innan skólans
- Ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans
Ónæmisaðgerðir eru framkvæmdar samkvæmt leiðbeiningum landlæknis.
Hjúkrunarfræðingar eiga sæti í nemendaverndarráðum allra grunnskóla Suðurnesja og eru tengiliðir skóla, heimila og HSS. Þeir starfa í þverfaglegum teymum innan skóla um málefni barna með sérþarfir og þurfa sérstök úrræði.
- Ef óhapp eða slys verður á skólatíma sér starfsfólk skólans um fyrstu hjálp
- Ef nemandi þarf að fara á heilsugæslustöð eða slysadeild fara foreldrar/forráðamenn með barninu
Aðalnúmer
422-0500
Grindavík
422-0750
Vaktsími eftir lokun
1700
Neyðarnúmer
112