Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hófst formlega skimun við augnsjúkdómum af völdum sykursýki, fyrst allra heilbrigðisstofanna, föstudaginn 26. apríl sl.
Notuð er sérstök augnbotnamyndvél frá sprotafyrirtækinu RetinaRisk. Þessi myndavél styðst við gervigreind og metur líkur á skemmdum í augnbotnum.
Myndavélin verður notuð í augnbotnaskimun hjá einstaklingum með sykursýki sem eru í eftirliti í sykursýkismóttöku HSS og er góð viðbót við annað eftirlit í sykursýkismóttökunni. Með þessari skimun sparast óþarfa komur til augnlækna.
Skemmdir í augnbotnum er fylgikvilli sykursýki og nauðsynlegt að fylgjast með framvindu augnbotna til að koma í veg fyrir sjónskerðingu eða blindu af völdum sjúkdómsins.
Lions klúbbur Njarðvíkur styrkti HSS myndarlega við kostnað á þessu tæki
Af þessu tilefni komu Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ásamt frumkvöðlum frá RetinaRisk og fulltrúum Lions klúbbs Njarðvíkur í heimsókn á HSS og fengu fræðslu um þessa tækni.
422-0500
422-0750
1700
112