Ekki verður röskun á starfsemi Heilbrigðisstofunar Suðurnesja þrátt fyrir skort á heitu vatni á Suðurnesjum, nema á fæðingarvakt. Önnur starfsemi helst óbreytt.
Um helgina voru settar upp varmadælur við HSS sem sjá stofnuninni fyrir heitu vatni til neyslu og húshitunar.
Dælurnar verða ekki komnar á fullan kraft á ljósmæðravaktinni fyrr en líða tekur á vikuna og því ekki hægt að bjóða uppá að konur fæði börn sín á HSS fyrr en það er komið í lag.
Aðalnúmer
422-0500
Grindavík
422-0750
Vaktsími eftir lokun
1700
Neyðarnúmer
112