Slysa- og bráðamóttaka

Slysamóttaka

Slysa- og bráðamóttaka HSS er opin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þar er tekið á móti bráðveikum og slösuðum allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þar er einnig tekið á móti endurkomum vegna slysa og aðgerða..

Þar eru hjúkrunarfræðingar á vakt á mill 8 og 23.30 sem taka á móti öllum sjúklingum, meta ástand þeirra, framkvæma ýmsar rannsóknir og kalla til viðeigandi lækni eftir þörfum. Á hverjum tíma er að minnsta kosti einn heilsugæslulæknir á vakt. 

Bráðamóttaka
Við hlið slysamóttökunnar er móttaka bráðveikra einstaklinga sem koma með sjúkrabíl eða eru illa haldnir er þeir koma á heilsugæslustöðina. Hjúkrunarfræðingur tekur á móti þeim á milli klukkan 8:00 og 16:00 virka daga og kallar til þann lækni heilsugæslunnar sem sinnir bráðaþjónustu hverju sinni.

Aðalnúmer

422-0500

Grindavík

422-0750

Vaktsími eftir lokun

1700

Neyðarnúmer

112