Rannsóknir og myndgreiningar

Rannóknadeild sinnir rannsóknum á sviði blóðmeinafræði, klínískrar lífefnafræði og sýklafræði.

Blóðsýni eru tekin frá 08:00 - 11:00 alla virka daga og er tekið á móti öðrum sýnum á sama tíma.

Panta þarf tíma í blóðprufu í afgreiðslu heilsugæslunnar í Reykjanesbæ í síma 422-0500 frá kl. 08:00-16:00 virka daga. 

Greitt er fyrir blóðtöku og önnur sýni í afgreiðslu áður en þjónustan er veitt.

Sjá nánar um starfsemi deildarinnar á upplýsingasíðu rannsóknadeildar.


Myndgreiningardeild framkvæmir almennar röntgen- og tölvusneiðmyndarannsóknir. Allar rannsóknirnar eru sendar rafrænt til úrlesturs sérfræðilækna hjá Röntgen Domus.

Úrlestur rannsókna fer yfirleitt fram samdægurs og hafa læknar HSS rafrænan aðgang að þeim niðurstöðum um leið og þær liggja fyrir.

Sjá nánar um starfsemi deildarinnar á upplýsingasíðu myndgreiningardeildar.