Sykursýkismóttaka
Læknir og hjúkrunarfræðingur hitta skjólstæðinginn á 3 - 6 - 12 mánaða fresti og næringarráðgjafa eftir þörfum. Hægt er að láta skrá sig á símatíma hjá hjúkrunarfræðingi sykursýkismóttökunnar ef spurningar vakna eða vandmál koma upp.
Tímapantanir eru alla virka daga í síma 422-0500 frá kl 08:00 - 16:00.
Markmið sykursýkismóttökunnar er að stuðla að auknum lífsgæðum sykursjúkra og koma í veg fyrir alvarlega fylgikvilla. Það er gert með reglulegu eftirliti, fræðslu og meðferð.
Meðferð á sykursýki er að stærstum hluta í höndum hins sykursjúka sjálfs, þ.e. með heilbrigðum lífsstíl s.s. mataræði og hreyfingu, mælingum á blóðsykurgildum og réttri lyfjanotkun. Reglulegt eftirlit er mikilvægt þar sem sjúkdómurinn breytist oft með tímanum og áherslur í meðferð þar með.
422-0500
422-0750
1700
112