Starfsemi myndgreiningar
Myndgreiningardeild er opin frá 08:00-15:12 alla virka daga. Eftir dagvinnu er útkallsbakvakt.
Röntgendeildin hefur tvö myndgreiningartæki. Annars vegar röntgentæki og hins vegar tölvusneiðmyndatæki (CT) Hver rannsókn tekur um það bil 10-20 mínútur.
Mikilvægt er að konur á barneignaraldri láti geislafræðing vita ef þær eru barnshafandi eða telja það mögulegt. Þá er sýnd sérstök aðgæsla með tilliti til geislavarna til fóstursins og reynt verður þá að velja aðrar rannsóknaraðferð, sé þess kostur.
Ef skjólstæðingur er að fara í tölvusneiðmyndatöku þarf oft að gefa joðskuggaefni í æð. Mikilvægt er að láta vita af ofnæmi eða mögulegu óþoli og gerðar verður viðeigandi ráðstafanir. Mælt er með því að drukkið sé vel af vatni fyrstu klukkustundirnar eftir skuggefnisgjöf.
Hægt er hringja á deildina í síma 422-0506 og panta tíma í myndatöku
422-0500
422-0750
1700
112