Bólusetningar gegn pneumókokkum

fimmtudagur, 4. nóvember 2021
Bólusetningar gegn pneumókokkum

Lungnabólgubólusetning

Pneumókokkar, Streptococcus pneumoniae, eru bakteríur sem geta valdið alvarlegum og lífshættulegum sjúkdómum einkum hjá ungum börnum og fullorðnum einstaklingum. 

Lungnabólga er algengasti sjúkdómurinn sem pneumókokkar valda hjá fullorðnum einstaklingum. 

Bólusetningar fullorðinna

  • Mælt er með að allir einstaklingar 60 ára og eldri fái eina bólusetningu með fjölsykrubóluefni (Pneumovax®).
    Að öllu jöfnu er ekki mælt með fleiri bólusetningum hjá einstaklingum 60 ára og eldri.
  • Mælt er með að einstaklingar 19 ára og eldri, sem eru með aukna áhættu á alvarlegum pneumókokkasýkingum og sem ekki hafa fengið neina bólusetningu gegn pneumókokkum fái eina bólusetningu með próteintengdu bóluefni (Prevenar13®) og að auki bólusetningu með fjölsykrubóluefni (Pneumovax®) a.m.k. 8 vikum síðar.

    Ekki er mælt með frekari bólusetningu fyrr en við 60 ára aldur (fjölsykrubóluefni).