Guðlaug Rakel tekur í dag við sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja

fimmtudagur, 29. febrúar 2024
Guðlaug Rakel tekur í dag við sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja

Guðlaug Rakel er hjúkrunarfræðingur að mennt. Hún er einnig með meistaranám í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands (HÍ) og hefur jafnframt lokið ýmsum námskeiðum í lýðheilsuvísindum innan læknadeildar HÍ í tengslum við doktorsverkefni sem hún vann að um faraldsfræði notenda bráðamóttaka.

Guðlaug Rakel hefur langa og víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum, auk þess að hafa um árabil starfað sem hjúkrunarfræðingur. Frá árinu 2000 hefur hún sinnt ýmsum stjórnunarstörfum innan heilbrigðiskerfisins. Árið 2019 tók hún við starfi framkvæmdastjóra meðferðarsviðs Landspítala þar til hún var sett tímabundið í embætti forstjóra Landspítala haustið 2021.

 

Við bjóðum Guðlaugu Rakel velkomna til starfa