
Nýafstaðin kjördæmvika var viðburðarík hjá HSS og fengu heilbrigðismál á Suðurnesjum verðskuldaða athygli ráðamanna.
Þann 26.febrúar tók HSS á móti heilbrigðisráðherra og þingmönnun Samfylkingarinnar og þann 28.febrúar heimsóttu þingmenn Viðreisnar stofnunina. Merkja mátti mikinn áhuga gestanna á starfsemi HSS sem og þróun heilbrigðismála í umdæminu og voru umræður líflegar.
Forstjóri kynnti stefnu HSS til ársins 2030, innleiðingu hennar og stefnuáherslur fyrir árið 2025.
Staða ýmissa mála var rædd en þar má sérstaklega nefna:
- Þjónusta heimahjúkrunar
- Heilsugæsluþjónusta
- Heilsueflandi móttökur og sérstaklega umfang og gæði sykursýkismóttöku
- Stórbætt þjónusta með tilkomu nýrrar slysa- og bráðamóttöku
- Sálfélagsleg þjónusta
- Árangur í rekstri og fjárhag stofnunarinnar 2024
Farið var yfir helstu áskoranir sem stofnunin stendur frammi fyrir og líflegt samtal var við gesti um útfærslu mögulegra lausna og stuðning.
Á Suðurnesjum eru um 31.000 íbúar og hefur þeim fjölgað ört undanfarin ár.
422-0500
422-0750
1700
112