Influensubólusetning 2021

mánudagur, 18. október 2021
Influensubólusetning 2021

Bólusetningar við Inflúensu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefst 21. október 2021.  

Bólusett er á  Iðavöllum 12 a

Tímanir eru vefbókanlegir á Heilsuvera.is, frá og með deginum í dag og hvetjum við alla til að nýta tæknina og minnka álagið á símsvörun á HSS.

Fyrstu tvær vikurnar bólusetjum við forgangshópa.  8. nóvember verður opnað fyrir almennar bólusetningar.

Forgangshópar í bólusetningu eru:

  • Þau sem eru 60 ára eða eldri
  • Fólk með langvinna sjúkdóma, s.s. hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma.
  • Þungaðar konur

Þessir hópar fá bóluefnið frítt en borga komugjald, 500 kr., nema eldri borgarar og öryrkjar sem eru undanþegnir komugjaldi

Til að flýta fyrir er best að vera í stutterma bol eða stutterma skyrtu til að auðvelt sé að bera handlegg. Munið eftir grímu og komið ekki í bólusetningu ef einhver flensu einkenni eru til staðar.

Að minnsta kosti fjórtán dagar þurfa að líða á milli bólusetningar gegn COVID-19 og inflúensubólusetningar

Þau sem eru yngri en 60 ára og tilheyra ekki áhættuhópum samkvæmt skilgreiningu Embættis landlæknis borga bæði komugjald, 500 kr, og bóluefnið (Vaxigrip Tetra) sem kostar nú 1.800 kr.