Kristjana E. Guðlaugsdóttir hefur verið ráðin sem starfsmannastjóri hjá HSS.
Kristjana (Jana) kemur til okkar frá Pennanum þar sem hún hefur sinnt starfi launafulltrúa og gjaldkera. Þar áður starfaði hún á skrifstofu Ístaks, í Tosbotn, í Noregi og sinnti þar ýmsum starfsmannamálum, sem og almennum skrifstofustörfum. Hún hefur einnig starfað sem starfsmannastjóri Skólamatar í námsleyfi þáverandi starfsmannastjóra.
Jana hefur lokið BSc. prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst. Hún hefur einnig lokið skjalfestu námi í mannauðsstjórnun hjá Endurmenntun HÍ. Þessi misserin sinnir hún mastersnámi við Háskólann á Bifröst og mun útskrifast með meistaragráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun vorið 2019.
Hún er gift Erlingi J. Leifssyni, byggingaverkfræðingi og býr í Reykjanesbæ.
Við bjóðum Jönu velkomna í hópinn.
422-0500
422-0750
1700
112