Svavar H. Viðarsson hefur verið ráðinn persónuverndarfulltrúi Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) og mun sjá um málefni tengd persónuverndarstefnu HSS.
Svavar er menntaður á sviði stjórnunar og hefur yfir áratugsreynslu í stjórnendaráðgjöf og þjálfun. Hann stýrir verkefnum tengdum persónuverndarmálum hjá mörgum fyrirtækjum og stofnunum, m.a. Eimskipum, Norðurþingi, Hafnarfjarðarbæ, Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, Securitas o.fl.
Samkvæmt nýrri persónuverndarlöggjöf skal persónuverndarfulltrúi vera til staðar hjá öllum stofnunum, ráðuneytum og sveitarfélögum og ákveðnum fyrirtækjum. Hann hafi það hlutverk að fylgjast með því að fyrirtæki og stofnanir fari að persónuverndarlögum.
Aðalnúmer
422-0500
Grindavík
422-0750
Vaktsími eftir lokun
1700
Neyðarnúmer
112