Heilbrigðisstofnun Suðurnesja barst höfðingleg gjöf á dögunum þegar styrktarsjóðurinn Team Auður kom færandi hendi með ýmis konar búnað fyrir heimahjúkrunarteymi HSS. Þessi gjöf er eitt af mörgum málefnum sem Team Auður styrkir að þessu sinni, en í þessu átaki safnaði hópurinn alls 630.000 krónum sem fóru í góð málefni á Suðuresjum.
Team Auður er styrktarsjóður sem stofnaður var árið 2013 í minningu Auðar Jónu Árnadóttur sem lést árið 2012 eftir baráttu við krabbamein. Félagsskapurinn, sem telur um fimmtíu konur, hefur styrkt fjölmörg góð málefni í gegnum tíðina og hefur legudeild HSS meðal annars fengið að njóta góðs af þeirra frábæra starfi.
Meðal þess sem hópurinn gaf að þessu sinni voru blóðþrýstingsmælar, mettunarmælar og margvíslegur búnaður til að auðvelda starfsfólki heimahjúkrunar starf sitt. Þá færðu þær starfsfólkinu nuddsessu til afnota á skrifstofu deildarinnar.
Kunna starfsfólk og stjórnendur heimahjúkrunar HSS Team Auði bestu þakkir fyrir gjafirnar. Fyrir utan notagildi gjafanna er ekki síður ómetanlegt að finna fyrir slíkri jákvæðni og stuðningi frá íbúum Suðurnesja.
422-0500
422-0750
1700
112