Verkfall Lækna

föstudagur, 22. nóvember 2024
Verkfall Lækna

Læknafélag Íslands hefur boðað til verkfalls frá og með miðnætti mánudaginn 25. nóvember.

Takist ekki að semja fyrir þann tíma verður lágmarksmönnun lækna á stofnuninni frá miðnætti til kl.12:00 á hádegi dagana 25.11 til og með 29.11.

Eftir klukkan 12:00 verður mönnun lækna með venjulegum hætti. Þeir sem eiga bókaðan tíma til læknis fyrir hádegi dagana 25. nóvember til og með 29. nóvember gætu orðið fyrir truflun vegna þessa.